Bolur
Nafnorð | Karlkyn
Dæmigerð meðalmanneskja sem stundar hjarðhegðun, mætir á auglýsinga- og kynningarviðburði fyrirtækja til að fá ókeypis grillaðar pylsur og gos og bíður í biðröðum þegar nýjar verslanir eru opnaðar.
Gengur um í bolum með auglýsingum og merkjum fyrirtækja sem hann/hún fær gefins. Nælir sér í fleiri ókeypis auglýsingavörur frá fyrirtækjum, s.s. penna, lyklakippur og derhúfur.
Uppruni
Björgvin Halldórsson mun fyrstur hafa notað orðið í þessari merkingu í laginu Bolur inn við bein.
Dæmi um notkun
„Það eru líklega allir Íslendingar bolir nema kannski Megas.“
(Vísir.is)
Brimkló: Bolur inn við bein
Vantar eitthvað?
Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.
Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.