Blysgjarn

  • Lýsingarorð

Afar áhugasamur (áhugasöm) um blys og flugelda, einkum í kringum áramótin.

Blysgjarnt fólk kaupir blys, flugelda og sprengjur fyrir tugi eða hundruð þúsund króna fyrir áramótin og vill hafa sprengingarnar sem stærstar og háværastar. Dreifir svo sprengingunum yfirleitt jafnt yfir fyrstu tvær til þrjár vikur nýs árs og jafnvel lengur, nágrönnum sínum og öðrum til ama.

Uppruni

Orðið kom upp í umræðum um áramótin 2018-19. Höfundur þess er óþekktur.

Dæmi um notkun

Það er óþolandi að eiga svona blysgjarna nágranna. Þau hættu ekki að sprengja flugelda fyrr en klukkan fjögur í nótt. Svo byrjuðu þau aftur núna í hádeginu.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni