Avókadóslys
Slys af völdum óvarlegrar meðhöndlunar á avókadó (lárperu). Slysið felst í því að menn skera sig í fingur eða lófa þegar verið er að skera ávöxtinn niður.
Uppruni
Orðið var í fréttum 26. september 2019. En hefur verið þekkt a.m.k. síðan 2017, eða eftir að farið var að borða meira af lárperum.
Hló í síðustu viku að frétt um faraldur avókadóslysa. Í dag er ég á bráðamótt. með skurð eftir einmitt slíkt slys. Life comes at you fast pic.twitter.com/k3CFnxfcqY
— Magnús Þ. Lúðvíksson (@magnusludviks) May 20, 2017
Dæmi um notkun
„Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó.“
(Vísir: Íslendingar leita reglulega á bráðamóttöku vegna avókadóslysa)