Avókadóslys

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Slys af völdum óvarlegrar meðhöndlunar á avókadó (lárperu). Slysið felst í því að menn skera sig í fingur eða lófa þegar verið er að skera ávöxtinn niður.

Uppruni

Orðið var í fréttum 26. september 2019. En hefur verið þekkt a.m.k. síðan 2017, eða eftir að farið var að borða meira af lárperum.

Dæmi um notkun

„Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó.“

(Vísir: Íslendingar leita reglulega á bráðamóttöku vegna avókadóslysa)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni