Í sjötta þætti koma bæði himnaríki og helvíti við sögu.

Málfarslögreglan veltir fyrir sér muninum á skírn og nafngjöf og vitnar í biblíuna sér til stuðnings.

Og fyrst að vitnað er í biblíuna má líka bölva og ragna. Það gerir málfarslögreglan þegar hún veltir fyrir sér blótsyrðum.

Hvernig er eiginlega hægt að blóta á íslensku? Svör við því fást í sjötta þætti.