Lífslykill
Hugmynd, aðferð eða aðgerð sem nota má til að gera lífið einfaldara, skemmtilegra og árangursríkara.
Húsráð.
Íslensk þýðing á enska hugtakinu Life hack.
Uppruni
Elstu dæmi sem hingað til hafa fundist um orðið eru frá september 2018. Upphafsmaður er óþekktur, en í janúar 2019 var orðið yfirleitt nefnt í sömu andrá og Alda Karen Hjaltalín, frumkvöðull og áhrifavaldur.
Dæmi um notkun
„Hinn fullkomni lífslykill til að laða til sín peninga er að vera þakklátur fyrir þá. Ég sagði frá þessum lífslykli í Hörpu í fyrra og hef fengið ein til tvenn skilaboð á mánuði frá fólki sem hefur prófað aðferðina og segir hana virka.“
Alda Karen: Lífslykill nr. 1: