Stýrissturlun
Pirringur eða skapofsi sem ökumenn fyllast undir stýri, t.d. yfir hegðun eða vankunnáttu annarra ökumanna eða vegna óvæntra atvika sem þeir verða fyrir í umferðinni.
Íslensk þýðing á hugtakinu road rage.
Uppruni
Mun hafa birst í fyrsta sinn opinberlega í pistli Snæbjörns Ragnarssonar, Keyrðu hraðar!, á Stundinni 15. maí 2017.
Dæmi um notkun
„Ég játa alveg að ég verð óþreyjufullur við svona aðstæður og fæ jafnvel snert af stýrissturlun þegar verst lætur.“