Forsetagæi

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Eiginmaður, eða karlkyns maki forseta.

Uppruni

Orðið kom fram eftir innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands, 1. ágúst 2024. Þann dag settist fyrsti eiginmaður forseta Íslands að á Bessastöðum.

Upphafsmaður orðsins er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Dæmi um notkun

„Já ég fékk í rauninni besta nafnið frá frú Vigdísi forseta. Hún horfði svona á mig og sagði svo, „þú átt að verða forsetagæi“ og það fór bara ágætlega í mig.“

(Vísir.is 2. ágúst 2024: Fékk besta nafnið frá frú Vigdísi)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni