Skilríkja
Biðja einhvern um skilríki, t.d. á barnum eða í vínbúðinni.
Sá eða sú sem er beðin(n) um að sýna skilríkin er þá skilríkjaður/skilríkjuð.
Uppruni
Upprunamaður orðsins er óþekktur.
Við leit í Google finnast dæmi allt frá 2018.
Dæmi um notkun
Heldurðu að ég hafi ekki verið skilríkjuð í vínbúðinni áðan!
Var rétt í þessu skilríkjaður við að kaupa mér euroshopper orkudrykk í Hagkaup Skeifunni(ATH 15 ára aldurstakmark)
— Orri (@orriulfars) January 25, 2018