Stöðustuldur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Athöfn sem felst í því að misnota samfélagsmiðlareikning einhvers sem skilur aðganginn sinn óvart eftir opinn, þannig að hver sem er getur komist inn á hann.

Sá eða sú sem tekur þátt í athöfninni skrifar eitthvað vandræðalegt eða ósatt fyrir hönd viðkomandi, t.d. skyndilega breytingu á kynhneigð eða hjúskaparstöðu.

Dæmi um notkun

A: Ég sá að þú værir kominn út úr skápnum.

B: Nei. Þetta var bara stöðustuldur á Facebook.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni