Smelludólgur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Frétt eða fyrirsögn fréttar á vefmiðli sem krefst athygli lesenda, vekur forvitni þeirra og verður til þess að þeir smella á fyrirsögnina.

Dæmi um smelludólg:
„Hún fór með kærastanum út að borða. Þú trúir því aldrei hvað gerðist næst.“

Uppruni

Elstu dæmi sem finnast við leit að orðinu á Google eru frá 2013.

Dæmi um notkun

„Framboð á upplýsingum hefur aldrei verið meira, notkun samfélagsmiðla er gríðarlega mikil og samkeppnin hörð. Því geta fjölmiðlar þurft að grípa á það ráð að skrifa svokallaða smelludólga.“

(– Bleikt.is: Ef kvikmyndatitlar væru smelludólgar)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni