Kósíkvöld

Nafnorð | Hvorugkyn

(Einnig þekkist rithátturinn kósýkvöld).

Kvöldstund, sem menn nýta til að slappa af, njóta lífsins og gera vel við sig, laus við áhyggjur og utanaðkomandi áreiti.

Sjá einnig:

Vísindavefurinn: Hvað er kósí?

Uppruni

Elsta dæmið um orðið á prenti er úr tímaritinu Fregnum, fréttabréfi Félags bókasafnsfræðinga og Bókavarðarfélags Íslands, í desember 1989.

Notkun orðsins komst svo á flug eftir að lag Baggalúts, Kósíkvöld í kvöld, kom út árið 2008.

Dæmi um notkun

„Sæktu sloppana, ég skal poppa
það er kósíkvöld í kvöld.“

Baggalútur: Kósíkvöld í kvöld

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.

Nafn:

*Netfang:

*Ábending:

Nýjustu orðin:

Nýjasta hlaðvarpið: