Fréttabarn

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Ungur blaða- eða fréttamaður eða afleysingamaður á fréttastofu, sem er að stíga sín fyrstu skref í starfinu.

Orðið er yfirleitt notað í niðrandi merkingu af eldra fólki til að gagnrýna störf viðkomandi fréttamanns.

Oft notað þegar mönnum finnst íslenskukunnáttu (yngri) fréttamannanna vera ábótavant eða þegar menn telja fréttamennina ekki hafa nógu mikið vit á málunum sem þeir fjalla um.

Dæmi um notkun

„Fréttabörn endurtaka í sífellu sömu hugsunarvillu: Lögreglan „þurfti“ að gera þetta eða hitt.“
(– Jónas Kristjánsson)

Jónas Kristjánsson: Skilgreining á fréttabarni

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni