Epalhommi

Samkynhneigður, hvítur karlmaður sem telur sig vera jaðarsettan, en er í sömu stöðu og nýtur sömu forréttinda og dæmigerðir forréttindahópar, t.d. ófatlaðir, gagnkynhneigðir, miðaldra, kristnir, hvítir karlmenn.

Er oft smekklegri en meðal karlmenn í útliti og klæðaburði og hefur áhuga á hönnun og tísku.

Dæmi um notkun

„Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“

Uppruni

Höfundur orðsins er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.

Orðið varð til í umræðum í kjölfar sjónvarpsviðtals Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, sem tekið var 6. mars 2017.

Epalhommi var valið orð ársins 2017 í kosningu RÚV, Stofnunar Árna Magnússonar og Mímis:

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.

Nafnið þitt

Netfangið þitt

=Leystu þetta stærðfræðidæmi áður en þú sendir ábendinguna þína.
Orð ársins 2018
Smelltu hér til að kjósa