Borgarlína

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Samgöngukerfi í Reykjavík og nágrenni sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirbúa í sameiningu árið 2018.

Borgarlína var mikið í umræðunni í kringum sveitarstjórnarkosningarnar 2018, einkum á höfuðborgarsvæðinu.

Uppruni

Kemur líklega fyrst fram í umfjöllun um samgöngumál árið 2014. Elsta prentaða heimild sem fundist hefur er úr Morgunblaðinu 9. maí sama ár.

Dæmi um notkun

„Borgarlína styttir ferðatíma og með aukinni ferðatíðni Borgarlínu fá íbúar á höfuðborgarsvæðinu fjölbreyttari ferðavalkosti.“

(Borgarlínan.is)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni