Bolur

Dæmigerð meðalmanneskja sem stundar hjarðhegðun, mætir á auglýsinga- og kynningarviðburði fyrirtækja til að fá ókeypis grillaðar pylsur og gos og bíður í biðröðum þegar nýjar verslanir eru opnaðar.

Gengur um í bolum með auglýsingum og merkjum fyrirtækja sem hann/hún fær gefins. Nælir sér í fleiri ókeypis auglýsingavörur frá fyrirtækjum, s.s. penna, lyklakippur og derhúfur.

Dæmi um notkun

„Það eru líklega allir Íslendingar bolir nema kannski Megas.“
(Vísir.is)

Uppruni

Björgvin Halldórsson mun fyrstur hafa notað orðið í þessari merkingu í laginu Bolur inn við bein:

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.

Nafnið þitt

Netfangið þitt

=Leystu þetta stærðfræðidæmi áður en þú sendir ábendinguna þína.