Kynsegin
Lýsingarorð
Hugtak yfir fólk sem skilgreinir sig hvorki sem karlkyns né kvenkyns, heldur sem hvorugkyn, eða hvort tveggja í einu.
Hér er átt við upplifun fólks af kyni sínu, en ekki líffræðilegt kyn.
Uppruni
Kom fram á sjónarsviðið í kringum 2014. Birtist a.m.k. fyrst á prenti í Fréttablaðinu 12. maí 2014.
Dæmi um notkun
„Ég vissi að það væri til eitthvað sem héti gender queer eða það sem ég vil kalla kynsegin á íslensku en ég hafði aldrei hitt neinn eða talað við neinn sem skilgreindi sig þannig,“
(mbl.is)
Vantar eitthvað?
Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.
Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.