Dagskrárvald

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Vald sem tiltekið fólk, stofnanir, fyrirtæki eða hópar fólks (t.d. stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar eða samfélagsmiðlar) hafa til að stýra umræðu, ákveða hvaða málefni eru í umræðunni meðal almennings og stjórna hvernig umræðan þróast.

Orðið var áberandi á vordögum og snemmsumars 2019, í tengslum við árlegt málþóf Miðflokksins á alþingi.

Uppruni

Elsta prentaða dæmi um orðið á vefnum timarit.is er úr Vikublaðinu 22. október 1993, í grein eftir Pál Vilhjálmsson.

Dæmi um notkun

„Það er rétt hjá hv. þingmanni að forseti hefur dagskrárvaldið og það stendur ekki til að afhenda Miðflokknum það þó að Miðflokkurinn (Gripið fram í.) hafi ítrekað beðið um það þannig að hann ráði ekki bara því hvernig dögunum hér er ráðstafað vikum saman, heldur líka dagskrá þingsins.“

(Alþingi.is)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni