Sviðsmynd

Áætlun eða spá um hluti og atburði sem gætu gerst, miðað við einhver ákveðin skilyrði.

Sviðsmynd2020-10-09T21:56:22+00:00

Plöntublinda

Aftenging fólks frá náttúrunni og vangeta til að þekkja plöntur og taka eftir þeim.

Plöntublinda2020-10-02T15:06:48+00:00

Heimkomusmitgát

Aðgát sem íslenskir ríkisborgarar verða að sýna í fjóra til fimm daga eftir að hafa komið heim frá útlöndum og hafa farið í sýnatöku á landamærum við heimkomu.

Heimkomusmitgát2020-08-08T15:40:56+00:00

Rafskúta

Rafmagnshlaupahjól. Hlaupahjól sem er knúið áfram af rafmagnsmótor. Orðhlutinn -skúta er hljóðlíking af enska orðinu scooter.

Rafskúta2020-05-24T03:07:41+00:00

Smitskömm

Skömm eða skömmustutilfinning yfir því að vera smitaður/smituð af covid-19-veirunni.

Smitskömm2020-04-13T15:02:55+00:00

Kórónotatilfinning

Ónotatilfinning vegna Covid-19-veirunnar (kóróna-veirunnar) og ástands sem skapast vegna hennar.

Kórónotatilfinning2020-04-13T15:05:21+00:00

Sótthvíld

Hvíld frá umræðum um smitsjúkdóma og Covid-19-veiruna og frá ástandi sem skapast vegna þessara hluta.

Sótthvíld2020-04-11T17:54:29+00:00
Go to Top